top of page
  • Twitter
  • LinkedIn
  • Facebook
  • Instagram

Rannsókn á áhrifum COVID-19 faraldursins á konur á norðurslóðum
(COVID-GEA)

My project (2)_edited.png

Um verkefnið

COVID-19 faraldurinn hefur haft skelfileg áhrif á samfélög á Norðurslóðum en þó eru áhrifin misjöfn eftir bæði svæðum og kynjum. Á meðan á faraldrinum stóð voru konur – sérstaklega konur í samfélögum frumbyggja - sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum hans. Sem dæmi má nefna aukið atvinnuleysi, tekjumissir, aukin ógreidd vinna – heimilisstörf og umönnun barna og eldra fólks – og þar sem það á við og á meðan að útgöngutakmarkanir voru í gildi, heimilisofbeldi og meiri áhætta heilsufarslega séð, sérstaka hjá þeim sem vinna í heilbrigðis- og félagslegum geirum. Líkur eru á að faraldurinn hafi dregið úr jafnrétti um ókomin ár.

 

COVID-GEA verkefnið miðar að því að safna upplýsingum um, skilja, og vakta áhrif faraldursins á kynin sem og stefnumótun sem hefur verið ætlað að bregðast við áhrifum hans. Sérstök áhersla er á konur á norðurslóðum. Það er gert með það fyrir augum að aukin skilningur á áhrifum faraldursins og tengdum viðbrögðum á konur á svæðinu geti nýst til betri kynjaðrar stefnumótunar og viðbrögðum í framtíðinni.   

 

Verkefnið byggir á verkefninu “Understanding Gender Equality and Empowerment in the Arctic” (UGEEA) en tengist einnig öðrum verkefnum sem Rannsóknasjóðurinn í Bandaríkjunum (e. National Science Foundation) og Norðurskautsráðið (e. the Arctic Council) hafa stutt við bakið á, svo sem COVITA og GEA III verkefnið um jafnrétti kynjanna á norðurslóðum (e. Gender Equality in the Arctic). COVID-GEA verkefnið samþættar svæðisbundnar (Alaska, norð-austurland á Íslandi og Nenets svæðið í Rússlandi) og staðbundnar upplýsingar til að meta áhrif faraldursins á konur á norðurslóðum bæði í þéttbýliskjörnum og í dreifbýlli samfélögum.

Norðurslóðasamfélög

Norðurslóðir eru menningar- og stjórnsýslulega fjölbreytt svæði sem samanstendur af landssvæðum norðurslóðaríkjanna átta: Kanada, Finnland, Grænland (Danmörk), Ísland, Noregur, Rússland, Svíþjóð og Bandaríkin.

 

Reynt er að nálgast ítarlegar og samanburðarhæfar upplýsingar sem varða áhrif COVID-19 faraldursins og tengdra aðgerða á kynin með því að einblína á ólík svæði sem þó endurspegla nokkuð vel norðurslóða-módelin þegar kemur að jafnrétti kynjanna, samkvæmt skilgreiningu

UGEEA verkefnisins: ´norðurslóðasvæði norður-Ameríku´, ´norðurslóðasvæði Norðurlandanna´ og ´norðurslóðasvæði Rússlands.´

 

Nálgun verkefnisins byggir á samþættingu fjölbreyttra upplýsinga frá bæði þéttbýliskjörnum og dreifbýlli samfélögum.

Kort. U.S. Department of State. Kort á Norðurslóðasvæðinu (n.d.).

Teymið okkar

Þverfaglegt teymi COVID-GEA samanstendur af fræðimönnum sem hafa bakgrunn í hinum ýmsu greinum félagsvísinda og frumbyggjum sem eru bæði fræðimenn og sérfræðingar aðrir.

 

Verkefnið leggur einnig áherslu á aðkomu nemenda í félagsvísindum í þverfaglegum rannsóknum og vettvangsvinnu. Fjárfesting í komandi kynslóðum rannsakenda og sérfræðinga er eitt mikilvægasta forgangsatriði COVID-GEA.

My project (5).png

Viðburðir

13 – 16 Október 2022 

Reykjavík, Íslandi

 

Hringborð Norðurslóða (e. Arctic Circle Assembly)

 

Haldin var málstofa um þéttbýliskjarna á norðurslóðum og seiglu þeirra í kjölfar COVID-19 faraldursins (e. Arctic Urban Communities: Building Resilience Amid and Beyond the COVID-19 Pandemic).

Tilgangur málstofunnar var að tengja saman stefnumótandi aðila, leiðtoga frumbyggja á norðurslóðum, þ.m.t. unga frumbyggja, og sérfræðinga aðra til að ræða seiglu samfélaga í þéttbýliskjörnum, nú og í kjölfar faraldursins.

Events.jpg
bottom of page